Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2018 | 01:00

EM piltalandsliða: Ísland tryggði sér sæti í efstu deild EM

Íslenska piltalandsliðið í golfi tryggði sér sæti í efstu deild Evrópumótsins í dag með stórsigri gegn Slóvakíu í leik um 3.-4. sætið.

Ísland endaði í 2. sæti í höggleiknum og var einum sigri frá því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á EM á næsta ári þegar liðið mætti Portúgal í undanúrslitum. Þrátt fyrir tap í undanúrslitum náði Ísland að vinna leikinn um 3. sætið sem skipti öllu máli um sæti í efstu deild.

Noregur og Portúgal tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri í undanúrslitaleikjunum.

Úrslit í viðureigna Íslands gegn Slóvakíu: