Axel Bóasson, GK, sigurvegari Egils Gulls mótsins 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar 2013.. Mynd: gsimyndir.net Axel: „Náum að klikka saman ég og Skaginn“
Nú um helgina fór fram fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni, Egils Gull mótið uppi á Skaga. Sigurvegari í karlaflokki varð Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði. Axel lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (70 74 78) og átti 2 högg á næsta keppanda. Golf 1 tók stutt viðtal við Axel.
Golf 1: Axel, innilega til hamingju með sigurinn, þetta er frábær árangur – þú endurtekur leikinn frá því fyrir 2 árum – Kanntu svona vel við þig uppi á Skaga?
Axel: Já, ætli það ekki, við bara náum að klikka saman ég og Skaginn.
Golf 1: Eru ekki mikil viðbrigði að koma frá Mississippi og spila í roki og kulda á Garðavelli?
Axel: Það þarf alltaf að aðlagast aðstæðum aðeins. Þetta eru viðbrigði, hvað þá þegar maður hoppar í keppnisgolf. Annars er gaman að koma heim – Þetta átti aðallega að vera skemmtun og það var æðislegt að spila með strákunum. Að vinna var svo bara bónus.
Golf 1: Hvernig fannst þér Garðavöllur?
Axel: Mjög góður. Greenin rúlluðu vel, það var nóg gras og Skaginn stóð bara undir sínu – þó veðrið hafi mátt vera betra, en það er auðvitað ekki upp á Skagann að klaga.
Golf 1: Nú varstu í forystu allt mótið og gafst hvergi eftir, hvernig ferðu að því að halda svona einbeitingu?
Axel: Þetta er allt rútína og maður verður að halda henni. Ég fór aðeins út úr henni á síðasta degi þá fór þetta niður á við. Þetta snýst mikið um rútínuna.
Golf 1: Hver eru plönin fyrir sumarið ?
Axel: Ég verð að keppa í Skotlandi og Englandi á sterkum áhugamannamótum í júní og svo tekur við liðakeppni í byrjun júlí. Ég ætla síðan að taka þátt í landmótinu og sveitakeppninni, þetta er svona, það sem er komið – annað verður að ráðast.
Golf 1: Ætlarðu að reyna að komast inn á mótaraðir erlendis í framtíðinni?
Axel: Já það togast á hvort það verður í Bandaríkjunum eða Evrópu. Maður hallast að Evrópu. Fyrst reyna samt flestir að spila á Míni-túrum, til þess að fá reynslu. Ég vil ná inn á Evrópumótaröðina, en vil vinna inn reynslu fyrst.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
