Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2011 | 06:30

David Dixon vann Q-school Evrópumótaraðarinnar – 37 strákar frá 13 löndum hlutu kortin sín á Evróputúrinn

Það var Englendingurinn, David Dixon, sem stóð uppi sem sigurvegari í lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya völlunum í Girona á Spáni í gær, eftir 6 erfiðishringi í golfi spiluðum á 2 mismunandi völlum golfstaðarins.

Dixon spilaði á samtals -21 undir pari, þ.e. samtals 407 höggum (74 65 63 69 67 69) og vann sér inn € 16.000,- sigurtékka. Í öðru sæti aðeins 1 höggi á eftir Dixon var Sam Hutsby, sem byrjaði mótið með látum á 60 höggum og leiddi fyrstu 4 daga mótsins, en var ekki nógu sterkur á endasprettinum. Hutsby var sem segir á -20 undir pari, 408 höggum (60 69 68 71 72 68) og hlaut € 11.500,- fyrir 2. sætið.

Sjá má úrslitin á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar með því að smella HÉR: 

Alls hlutu 37 strákar kortið sitt á Evrópumótaröðina, en þeir eru:

1. David Dixon, England

2. Sam Hutsby, England

3. Andy Sullivan, England

4. Richard Bland, England

5. Steven O´Hara, Skotland

6. Jordi Garcia, Spánn

7. Knut Borsheim, Noregur

8. Gary Orr, Skotland

9. Emiliano Grillo, Argentína

10. Guillaume Cambis, Frakkland

11. Branden Grace, Suður-Afríka

12. Joakim Lagergren, Svíþjóð

13. Thomas Nörret, Danmörk

14. Matthew Nixon, England

15. Bernd Ritthammer, Þýskaland

16. Warren Abery, Suður-Afríka

17. Lloyd Kennedy, England

18. Darren Fichardt, Suður-Afríka

19. Adrien Bernadet, Frakkland

20. Domingo Agustin, Spánn

21. Mikael Lundberg, Svíþjóð

22. Julien Guerrier, Frakkland
23. Adrian Otaegui, Spánn
24. Scott Pinckney, USA
25. Alex Haindl, Suður-Afríka
26. Wil Besseling, Holland
27. Matthew Southgate, England
28. Peter Gustafson, Svíþjóð
29. Reinier Saxton, Holland
30. Taco Remkes, Holland
31. HP Bacher, Austurríki
32. Jamie Elson, England
33. Tjaart Van der Walt, Suður-Afríka
34. Tim Sluiter, Holland
35. Andrew Marshall, Englandi
36. Maarten Lafeber, Holland
37. Victor Riu, Frakkland.
Sigurvegararnir komu frá eftirfarandi 13 löndum, (flestir frá Englandi 9, þar næst frá Hollandi og Suður-Afríku, eða 5 frá hvoru ríkinu og síðan Frakklandi, 4 og Svíþjóð 3 og Spáni 3):
Argentína 1
Austurríki 1
Bandaríkin 1
Danmörk 1
England 9
Frakkland 4
Holland 5
Noregur 1
Skotland 2
Spánn 3
Suður-Afríka 5
Svíþjóð 3
Þýskaland 1
3 íslenskir kylfingar reyndu að komast á lokaúrtökumótið: Ólafur Már Sigurðsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR komust ekki í gegnum 1. stigið í Fleesensee í Þýskalandi og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst ekki í gegnum 2. stigið á Costa Ballena í Cadiz á Spáni.  Það hefði verið gaman að sjá þá alla 3 meðal ofangreindu 37.