
Champions Tour: Fred Couples leiðir á AT&T – setti vallarmet með 62 högg!
Fred Couples, liðsstjóri liðs Bandaríkjanna í Forsetabikarnum átti einn besta hring ferils síns á AT&T mótinu á Champions Tour , sem fram fer nú um helgina – glæsileg 62 högg! Eftir 36 holur spilaðar er Couples með 7 högga forystu á næsta mann, Mark Calcavecchia. Couples er á samtals -17 undir pari, 127 höggum (65 62).
Fred Couples fékk fugla á 6 af fyrstu 7 holunum og lauk leik á -10 undir pari. Allt í allt fékk Couples 12 fugla einnig 6 á seinni 9, þar sem skorið var 30. Með þessu setti Couples nýtt vallarmet á TPC San Antonio Canyon golfvellinum.
„Þetta voru bara margir fuglar, sem maður verður að setja niður, þó maður þurfi kannski ekki 12 af þeim,“ sagði Couples, sem man bara eftir að hafa átt 1 hring betri en þennan, þ.e. skor upp á 61 högg á Scandinavian Masters í Svíþjóð. „Maður nær ekki forystu sem þessari oft.“
Það er ekki langt síðan Couples vann fyrsta risamótssigur sinn á Champions Tour, en það var 21. ágúst s.l. í Westchester.
Sjá má stöðuna á AT&T mótinu á Champions Tour með því að smella HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?