Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2014 | 10:00

Bubba: „Ping hanskinn hjálpar til við að kylfan helst í höndunum á þér“ – Myndskeið

PING framleiðir 3 tegundir af golfhönskum: Ping Sensor Tour (sem er dýrasti hanskinn ($18 dollara út úr golfverslun í Bandaríkjunum) úr leðri og með spandex bandi við fingurræturnar, sem gerir hanskann sveigjanlegri); Ping Sensor Sport (aðeins ódýrari ($ 16) en Tour hanskinn, með minna spandex sveigjanleika en enn úr leðri).  Loks er það ódýrasti hanskinn, Ping Sensor Tech ($ 12), sem ekki er úr leðri heldur lycra efni og með ekkert svart spandex band. (Best er að sjá muninn á hönskunum á myndinni hér að neðan).

3 ólíkar erðir af PING hönskum

3 ólíkar gerðir af PING hönskum

Þegar Bubba Watson gerði auglýsingasamning við PING um að  auglýsa hanskann (en hann notar að sjálfsögðu Sensor Tour)  var svo um samið að PING veitti árlega umsöndum fjárhæðum til góðgerðarverkefna sem Bubba styrkir.

Hluti samningsins fól í sér að Bubba færi út á völl og kynnti hanskann fyrir hinum almenna kylfingi.

Hann kom að einum kylfingi, sem gekk eitthvað brösótt hjá a.m.k. henti sá kylfunni sinni frá sér í reiðikasti. Bubba kom aðvífandi á golfbíl með Ping hanska til að gefa manninum og sagði við hann: „Ping hanskinn hjálpar til við að kylfann helst í höndunum á þér!“

Það er einmitt það sem Ping hanskinn gerir þó ekki sé það fyrirséð í þessum tilvikum 🙂 – hann eykur gripið eins og góðir hanskar eiga að gera!

Lítil loftgöt á fingurhluta Ping hanskans hjálpa einnig til við það með því að loft leiki um fingurna og koma þannig í veg fyrir að höndin sé blaut af svita innan í hanskanum, sem er e.t.v. enn mikilvægara erlendis en hér þar sem verið er að leika við heitari aðstæður. Allt miðar þetta að því að stuðla að góðu gripi á kylfunum.

Hér má sjá myndskeið af því þegar Bubba fer út á völlinn til að kynna Ping golfhanskann SMELLIÐ HÉR: