Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2011 | 16:30

Bradley og Steele unnu Franklin Templeton Shootout

Nýliðarnir á PGA Tour, Keegan Bradley og Brendan Steele unnu Franklin Templeton Shootout í Tiburon Golf Club í Flórída, með 3 höggum eftir lokahring upp á 59.

Nýliðarnir Steele (t.v.) og Bradley (t.h.) með verðlaunagripinn

Liðstvenndin komst yfir undirbúningsleysið og hafði yfirburði alla 3 daga, sem mótið var haldið. Þeir voru -32 undir pari, sem er 1 höggi frá mótsmetinu.

Þeim tókst líka að ljúka mótinu með umdeilanlegum hætti þegar þeir völdu að klára fyrr en Nick Price og Mark Calcavecchia, þó að þessir fulltrúar Champions Tour ættu eftir að sökkva púttum fyrir 2. sætinu.

Steele reyndi að afsaka þetta að leikslokum: „Við erum nýliðar – hvað getum við sagt? Við erum með nokkra vinninga undir beltinu en við erum enn að læra.“

Jon Curran, sem var í 2 1/2 ár á NGA Hooters Tour og er kaddý Keegan ætlar að nota sín 10% af sigurlaununum til þess að greiða fyrir ferðakostnað á komandi ári.

Til þess að sjá stöðua á Franklind Templeton Shootout smellið HÉR: