Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2011 | 13:35

Birgir Leifur hefur leik á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA í Flórída í dag

Nákvæmlega á birtingatíma þessarar fréttar (13:35 að íslenskum tíma) er Birgir Leifur Hafþórsson að hefja leik á 10. teig Plantation Preserve golfvallarins í Plantation, Flórída á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA mótaröðina. Það er spáð ágætisveðri í dag, um 22-28° hita, öfugt við á morgun en þá er búist við þrumum og eldingum s.s. þetta svæði í Flórída er frægt fyrir.

Það er Stefán Már Stefánsson, GR og stigameistari Eimskipsmótaraðar GSÍ 2011, sem er á pokanum hjá Birgi Leif. Meðal 80 mótherja Birgis Leifs eru ýmis þekkt nöfn, m.a. Notah Begay, sem er einkavinur Tiger Wood; Gangajeet Bhullar, sem er einn besti kylfingur Indlands;  Michael Sims  frá Bermúda og Bandaríkjamaðurinn Brad Adamonis (sem á sama afmælisdag og Ásta Birna okkar Magnúsdóttir), en báðir síðarnefndu spila á PGA nú þegar.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis í dag!

Sjá má alla rástíma í mótinu með því að smella hér og síðar í dag birtast einnig úrslit hér: BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON – 2. STIG ÚRTÖKUMÓTS FYRIR PGA MÓTARÖÐINA