
Birgir Leifur hefur leik á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA í Flórída í dag
Nákvæmlega á birtingatíma þessarar fréttar (13:35 að íslenskum tíma) er Birgir Leifur Hafþórsson að hefja leik á 10. teig Plantation Preserve golfvallarins í Plantation, Flórída á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA mótaröðina. Það er spáð ágætisveðri í dag, um 22-28° hita, öfugt við á morgun en þá er búist við þrumum og eldingum s.s. þetta svæði í Flórída er frægt fyrir.
Það er Stefán Már Stefánsson, GR og stigameistari Eimskipsmótaraðar GSÍ 2011, sem er á pokanum hjá Birgi Leif. Meðal 80 mótherja Birgis Leifs eru ýmis þekkt nöfn, m.a. Notah Begay, sem er einkavinur Tiger Wood; Gangajeet Bhullar, sem er einn besti kylfingur Indlands; Michael Sims frá Bermúda og Bandaríkjamaðurinn Brad Adamonis (sem á sama afmælisdag og Ásta Birna okkar Magnúsdóttir), en báðir síðarnefndu spila á PGA nú þegar.
Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis í dag!
Sjá má alla rástíma í mótinu með því að smella hér og síðar í dag birtast einnig úrslit hér: BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON – 2. STIG ÚRTÖKUMÓTS FYRIR PGA MÓTARÖÐINA
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)