
Belen nakin í Body Issue
Það er spænski nýliðinn Belen Mozo sem er einn af íþróttamönnunum í ár, sem situr nakin fyrir í „ESPN Magazine´s Body Issue”, sem kemur í bókaverslanir vestra á morgun, föstudaginn 7. október (líklega eitthvað eftir helgi hér á landi).
Belen er fædd 25. september 1988 og því nýorðin 23 ára. Hún náði þeim glæsilega árangri að komast í gegnum Q-school á báðum helstu kvenmótaröðum heims og hefir því spilað bæði á LET og LPGA í ár. Á síðasta ári landaði hún glæsilegum styrktarsamningi við „hvíta hákarlinn“, Greg Norman, en hún hefir m.a. klæðst fatnaði úr línu hákarlsins á þessu keppnistímabili; Greg Norman Collection apparel.
Belen spilaði með golfliði Trojans (þ.e. í Southern California) í bandaríska háskólagolfinu og telur það að sigra British Amateur hafi verið meðal stærstu stunda sinna í golfinu.
Margir kylfingar hafa setið naktir fyrir hjá ESPN Magazine´s Body Issue, m.a. Cristina Kim og W-7 módelin Anna Grezebien og Sandra Gal, en sú síðarnefnda var m.a. í Solheim Cup liði Evrópu 2011. Skemmst er líka að minnast nektarmyndar af kólombíska kylfingnum Camilo Villegas í hinni frægu köngulóar- stellingu sinni, sem birtist í Body Issue.
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)