
Bélen Mozo kemur nakin fram
Hin spænska Belen Mozo, sem er nýliði á LPGA mun koma nakin fram í nýjasta blaði ESPN „The Magazine´s Body Issue“, skv. blaðamanni USA Today, Michael McCarthy.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kylfingur hefir látið mynda sig nakinn fyrir Body Issue-hluta blaðsins.
Kólombíski kylfingurinn Camilo Villegas var sem kunnugt er myndaður í frægu köngulóar-stellingu sinni, þó sú mynd hafi verið photo-shop-uð að verulegu leyti til þess að hylja viðkvæma líkamsparta. Hins vegar þótti mörgum kvenkylfingnum myndin hreint augnakonfekt!
Fyrir tveimur árum voru Christina Kim, Sandra Gal og Anna Grezebien (en tvær síðarnefndu voru þá W-7 módel) myndaðar naktar fyrir blaðið.
Staðfest hefir verið að Tiger Woods sé ekki í blaðinu, en ritstjóri ESPN, Chad Millman sagði að líklegast væri hann hættur að koma fram skyrtulaus síðan forsíðumyndin birtist af honum í Vanity Fair.
En næsti nakti kylfingur í ESPN „The Magazine´s Body Issue“ verður s.s. spænski nýliðinn á LPGA, Belen Mozo, sem hefir 6 sinnum komist í gegnum niðurskurð í þeim 13 mótum sem hún hefir tekið þátt í á keppnistímabilinu í ár.
Heimild: golf.com
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska