Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2021 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar T-7 í S-Karólínu

Tumi Kúld, GA og félagar í WCU tóku þátt í Carolina Collegiate Invite.

Mótið fór fram dagana 11.-12. október í Carolina CC í Spartanburg, S-Karólínu.

Tumi lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (75 74 69) og varð T-28 í einstaklingskeppninni.

Lið WCU varð T-7 í liðakeppninni.

Á vefsíðu WCU var m.a. umfjöllun um Tuma – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Carlina Collegiate Invite SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Tuma og félaga er 25. október n.k. í Tennessee.

Í aðalmyndaglugga: Tumi Hrafn Kúld, GA og WCU