Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán varð T-22 á NSU Shark Inv.

Stefán Þór Bogason, GR tók þátt í NSU Shark Invitational, sem fram fór dagana 8.-9. október sl. á PGA National í Palm Beach Gardens í Flórída.

Stefán Þór er við nám í Flórída Tech, en að þessu sinni keppti hann sem einstaklingur.

Þátttakendur voru 95 frá 16 háskólum.

Stefán Þór deildi 22. sætinu, sem er frábær árangur á skori upp á 228 höggum (76 81 71) og var á 3. besta skorinu af þeim, sem kepptu sem einstaklingar í mótinu.

Hefði Stefán Þór verið í liði Florida Tech hefði hann einnig verið á 3. besta skorinu í liði sínu.

Sjá má lokastöðuna á NSU Shark Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Florida Tech er 15. október n.k. í Innisbrook Resort í Palm Harbor í Flórída.