Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún T-14 á Redbird Inv.

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, tók þátt í Redbird Invitational ásamt liði sínu Drake í bandaríska háskólagolfinu.

Mótið fór fram 10.-11. september oglauk í gær.

Sigurlaug stóð sig best í liði sínu, varð jöfn 2 öðrum í 14. sæti.

Skor Sigurlaugar var  11 yfir pari, 227 högg (80 73 74).

Lið Drake hafnaði í 8. sæti í liðakeppninni.

Sigurlaug Rún var ekki eini Íslendingurinn í mótinu því Ragnhildur Kristinsdóttir, GR keppti einnig í mótinu og má sjá sérstaka grein um hana á öðrum stað hér að Golf1.is.

Sjá má lokastöðuna í Redbird Invitational með því sð SMELLA HÉR: