Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga stóð sig vel í 1. móti sínu

Saga Traustadóttir, GR, tók þátt í sínu fyrsta móti í bandaríska háskólagolfinu, en Saga stundar nú nám í Colorado State University (CSU).

Það var á Col Wollenberg´s Ptarmigan Ram Classic, sem fram fór í Fort Collins, Colorado, 17.-19. september og lauk í gær.

Saga var á samtals 10 yfir pari, 224 höggum (80 74 70) og lék sífellt betur og var farin að finna sig undir lokin  í mótinu og sýna sitt rétta andlit. Saga varð T-28 í sínu fyrsta móti og spilaði sem einstaklingur

Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 13 háskólum og lenti lið CSU í 6. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna í Col Wollenberg´s Ptarmigan Ram Classic SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Sunnu er 24. september n.k.