Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2018 | 08:01

Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar urðu í 1. sæti á Ron Moore

Saga Traustadóttir og félagar í Colorado State University (CSU) tóku þátt í Ron Moore Intercollegiate mótinu, sem fram fór 5.-7. október sl. og lönduðu 1. sætinu.

Þátttakendur voru 90 keppendur frá 16 háskólaliðum.

Saga lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (70 73 73) og varð T-5 í einstaklingskeppninni.

Hún var á 3. besta skorinu í liði sínu en liðsfélagar hennar lönduðu 1. og 2. sætinu.

Sjá má lokastöðuna á Ron Moore Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sögu og CSU verður 21.-23 október n.k.