Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2021 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur í 2. sæti á Lady Redwolf Classic

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Lady Redwolf Classic mótinu.

Mótið fór fram dagana 11.-12. október og lauk því í gær.

Mótsstaður var Sage Meadows golfklúbburinn í Jonesboro, Arkansas.

Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum.

Ragnhildur náði þeim glæsta árangri að verða í 2. sæti í einstaklingskeppninni á mótinu; á samtals 8 undir pari, 208 höggum (68 72 68).

Lið EKU sigraði í liðakeppninni; ekki síst vegna stórglæsilegrar frammistöðu Ragnhildar.

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu EKU með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Lady Redwolf Classic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Ragnhildar og EKU er 25. október í S-Karólínu.