Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk tók þátt í NCAA Women´s Fall Preview

Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG og liðsfélagar í St. Leo, tóku þátt í NCAA Women´s Fall Preview mótinu dagana 16.-18. september s.l.  Lokahringurinn var ekki spilaður í mótinu vegna mikillar rigningar, eldinga og þrumuveðurs.  Ákveðið var að stytta mótið í 36 holu mót.

Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG, ásamt félögum sínum í St. Leo golfliðinu. Ragna Björk er fremst t.v.

Ragna Björk lék á samtals 185 höggum (85 80) og taldi skor hennar ekki að þessu sinni.   Lið St. Leo varð í 9. sæti

Næsta mót Rögnu Bjakar er  Myrtle Beach Intercollegiate í Sea Trail Golf Club og hefst það 1. október þ.e. á mánudaginn n.k.

Sjá má myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: