Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 01:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn varð í 4. sæti á Mason Rudolph Women´s Championship

Í gær lauk keppni á Mason Rudolph Women´s Championship í Vanderbilt Legends Club, í Franklin, Tennessee.  Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, keppti ásamt liði sínu, Wake Forest í mótinu og náði þeim glæsilega árangri að verða í 4. sæti !

Samtals lék Ólafía Þórunn á 5 yfir pari, 221 höggi (71 75 75). Lið Wake Forest varð í 6. sæti.  Ólafía Þórunn spilaði langbest af þeim í liði Wake Forest.

Næsta mót Ólafíu Þórunnar er Tar Heel Invitational, sem fram fer 12.-14. október n.k. á Finley golfvellinum, á Chapel Hill í Norður-Karólínu.

Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR: