Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og félagar sigruðu í Flórida!!!

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar hennar í Albany luku keppni í 1. sæti í MAAC svæðamótinu, sem fram fór á Magnolia golfvellinum á Disney svæðinu í Flórída, dagana 20.-22. apríl og lauk í gær.

Þátttakendur í mótinu voru 45 frá 9 háskólum.

Helga Kristín lék á samtals 21 yfir pari 237 höggum (76 81 80) og varð T-10, þ.e. jöfn liðsfélaga sínum Caroline Juillat í 10. sæti.

Liðsfélagi Helgu Kristínar,  Annie Lee sigraði í einstaklingskeppninni og enn annar liðsfélagi Megan Henry tók bronsið.

Til þess að sjá lokastöðuna á MAAC mótinu SMELLIÐ HÉR: