
Bandaríska háskólagolfið: Gengi Andreu Bergsdóttur með CSU haustið 2022
Andrea Bergsdóttir er við nám og spilar með golfliði Colorado State University.
Haustið 2022 voru 4 mót á dagskrá hjá CSU Rams, liði Andreu og tók hún þátt í öllum þeirra.
Gengi hennar var eftirfarandi:
1 Badger Invitational. Mótið fór fram dagana 18.-20. september 2022. Mótsstaður var University Ridge GC, í Madison, Wisconsin. Andrea varð T-37, lék á samtals 225 höggum (71 76 78). Lið Colorado State varð í 7. sæti af 13 háskólaliðum sem þátt tóku.
2 Colonel Wollenberg Ptarmigan Ram Classic. Mótið fór fram í Ptarmigan Country Club í Fort Collins, Colorado, dagana 26.-27. september 2022. Andrea varð T-10, á samtals 3 undir pari, 213 höggum (71 71 71) og á næstbesta skori liðs síns. Lið Colorado State varð í 3. sæti af 11 liðum sem þátt tóku.
3 Ron Moore Women’s Intercollegiate. Mótið fór fram á Highlands Ranch í Colorado, dagana 7.-9. október 2022. Andrea varð T-25 af 90 þátttakendum og enn á ný á 2. besta skori liðs síns!!! Skor Andreu var 3 yfir pari, 219 högg (70 72 77). Lið Colorado State varð í 8. sæti af 16 liðum, sem þátt tóku í mótinu.
4 Rainbow Wahine Invitational. Mótið fór fram Kapolei golfklúbbnum í Hawaii, dagana 24.-26. október 2022. Andrea varð T-1!!!! Frábær árangur!!! …. og lið Andreu í 1. sæti í liðakeppninni!!! Andrea lék á 140 höggum (69 71). FRÁBÆR!!!

Andrea Bergsdóttir í Hawaii

Lið Andreu sigraði á Hawaii
Næsta mót Andreu og félaga er 6. febrúar n.k.
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023