
Bandaríska háskólagolfið: Gengi Andreu Bergsdóttur með CSU haustið 2022
Andrea Bergsdóttir er við nám og spilar með golfliði Colorado State University.
Haustið 2022 voru 4 mót á dagskrá hjá CSU Rams, liði Andreu og tók hún þátt í öllum þeirra.
Gengi hennar var eftirfarandi:
1 Badger Invitational. Mótið fór fram dagana 18.-20. september 2022. Mótsstaður var University Ridge GC, í Madison, Wisconsin. Andrea varð T-37, lék á samtals 225 höggum (71 76 78). Lið Colorado State varð í 7. sæti af 13 háskólaliðum sem þátt tóku.
2 Colonel Wollenberg Ptarmigan Ram Classic. Mótið fór fram í Ptarmigan Country Club í Fort Collins, Colorado, dagana 26.-27. september 2022. Andrea varð T-10, á samtals 3 undir pari, 213 höggum (71 71 71) og á næstbesta skori liðs síns. Lið Colorado State varð í 3. sæti af 11 liðum sem þátt tóku.
3 Ron Moore Women’s Intercollegiate. Mótið fór fram á Highlands Ranch í Colorado, dagana 7.-9. október 2022. Andrea varð T-25 af 90 þátttakendum og enn á ný á 2. besta skori liðs síns!!! Skor Andreu var 3 yfir pari, 219 högg (70 72 77). Lið Colorado State varð í 8. sæti af 16 liðum, sem þátt tóku í mótinu.
4 Rainbow Wahine Invitational. Mótið fór fram Kapolei golfklúbbnum í Hawaii, dagana 24.-26. október 2022. Andrea varð T-1!!!! Frábær árangur!!! …. og lið Andreu í 1. sæti í liðakeppninni!!! Andrea lék á 140 höggum (69 71). FRÁBÆR!!!

Andrea Bergsdóttir í Hawaii

Lið Andreu sigraði á Hawaii
Næsta mót Andreu og félaga er 6. febrúar n.k.
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)