Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar T-11 á Púertó Rícó

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og félagar í Georgia State tóku þátt í Dorado Beach Collegiate á Púertó Rícó.

Mótið átti að fara fram dagana 23.-25. febrúar sl. en aðeins var spilaður 1 hringur vegna mikilla rigninga næstu 2 daga á Púertó Rícó.

Þátttakendur voru 96 frá 15 háskólum.

Egill Ragnar ásamt félaga sínum Josh Edgar var á besta skori Georgia State fyrsta og eina dag mótsins;  báðir komu í hús á sléttu pari, 72 höggum og urðu T-33 í einstaklingskeppninni.

Lið Georgia State varð jafnt liði Indiana í 11. sæti í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á Dorado Beach Collegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Egils Gunnars og Georgia State er 8. mars n.k. í Opelika, Alabama.

Í aðalmyndaglugga: Josh Edgar (t.v.) og Egill Ragnar Gunnarsson (t.h.). Mynd: Georgia State