Egill Ragnar Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar bestur í liði Georgia State

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State tóku þátt í Wolfpack Intercollegiate.

Mótið fór fram dagana 6.-7. október sl. á Lonnie Poole golfvellinu í Raleigh, Norður-Karólínu.

Þátttakendur voru 90 frá 15 háskólum.

Egill Ragnar var á besta skorinu í liði Georgia State en hann lék hringina 3 á 1 yfir pari, 217 höggum (74 72 71) og varð jafn 4 öðrum í 35. sæti.

Lið Egils Ragnars, Georgia State varð í 12. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wolfpack Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Egils Ragnars og Georgia State er 15. október n.k. en það er jafnframt það síðasta á haustönn.