Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2011 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Charlotte lið Ólafs Loftssonar varð í 6. sæti

Ólafur Loftsson lauk leik í gær á Windon Memorial, en þetta var 2 daga mót haldið á Evanston golfvelllinum í Skokie, Illinois. Spilaðir voru 3 hringir;  2 á sunnudaginn og lokahringurinn í gær. Ólafur spilaði á samtals  +12 yfir pari, samtals 222 höggum (75 71 76), og deildi 52. sætinu með 4 öðrum.  Alls voru þátttakendur 90 úr 17 háskólum. Charlotte, háskóli Ólafs varð í 6. sæti í liðakeppninni..

Til þess að sjá úrslit í Windon mótinu, smellið HÉR: