Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2018 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur kepptu á Lone Star

Björn Óskar Guðjónsson, GM og Hlynur Bergsson, GKG, kepptu báðir á Lone Star Invitational sem fram fór á TPC Oaks vellinum í San Antonio, Texas, dagana 10.-11. september 2018.

Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum.

Björn Óskar varð í 48. sæti – lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (80 73).

Lið Björns Óskars, The Ragin Cajuns varð í 10. sæti í liðakeppninni.

Hlynur lék á 12 yfir pari, 156 höggum (79 77) og lið hans North Texas varð T-63.

Lið Hlyns, North Texas varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Lone Star Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Björn Óskar keppir næst 14.-16. september n.k. en næsta mót Hlyns og North Texas fer fram 23.-25. september í Dallas.