Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn varð í 2. sæti og Gunnar í 25. sæti á Central Kansas Classic!!!

Birgir Björn Magnússon og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Bethany, tóku þátt í Central Kansas Classic mótinu, sem fram fór dagana 10.-11. september í McPherson, Kansas.

Birgir Björn lauk keppni á glæsilegu skori 5 undir pari, 205 höggum (69 68 68) og varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni af 53 keppendum.

Lið Birgis Björns, Bethany,  varð í 4. sæti af 8 liðum sem þátt tóku í liðakeppninni.

Það voru tveir Íslendingar, sem kepptu í mótinu og landaði Gunnar Guðmundsson, sem nýlega er genginn til liðs við Bethany 25. sætinu. Skor hans var 22 yfir pari, 232 högg (80 77 75) og lék hann sífellt betur eftir því sem leið á mótið.

Sjá má lokastöðuna i mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Bethany er 17. september n.k.