Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2018 | 11:20

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn, Gunnar og Bethany í 2. sæti á Ranger Inv.

Birgir Björn Magnússon GK og Gunnar Blöndahl Guðmundsson GKG, tóku þátt í Ranger Fall Invitational, sem er einvígi milli Bethany háskóla þeirra beggja í Kansas og Northwestern Oklahoma State háskólans.

Þetta árið hafði Northwestern betur og varð Bethany að láta sér 2. sætið lynda, en mótið fór fram á heimavelli Northwestern í Meadowlake golfklúbbnum í Enid, Oklahoma, dagana 17.-18. september sl.

Birgir Björn var á næstbesta og Gunnar á 3. besta skori Bethany.

Spilaðir voru 2 hringir og lék Birgir Björn á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (78 72).

Gunnar lék á samtals 10 yfir pari, 152 höggum (79 73).

Sjá má lokastöðuna á Ranger Fall Inv. með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót þeirra Birgis Björns, Gunnars og Bethany er 24. september n.k.