Arna Rún
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún semur við Grand Valley State University

Arna Rún Kristjánsdóttir samdi á dögunum við háskóla í bandaríska háskólagolfinu en hún gengur til liðs við Grand Valley State University haustið 2018.

Arna Rún útskrifast úr Verzlunarskóla Íslands núna í vor og heldur til Bandaríkjanna seinni part ágúst mánaðar.

Þetta er frábært tækifæri fyrir Örnu Rún til þess að æfa golfið við bestu mögulega aðstæður og sameina í leiðinni golf og nám.

Golf 1 óskar Örnu Rún innilega til hamingju og mun svo sannarlega fylgjast með henni!

Texti og mynd: Facebooksíða GM