Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2012 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi bætti sig um 2 högg seinni hringinn á Armstrong Men´s Pirate Invitational

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont Abbey tók þátt í 2 daga móti: Armstrong Men´s Pirate Invitational og var spilað 27. og 28. febrúar, í Pooler í Georgíu.

Fyrri daginn í fyrradag tókst aðeins að klára 9 holur vegna mikilla rigninga og því 27 holur spilaðar í gær. Arnór Ingi spilaði fyrri hringinn á 77 höggum. Á seinni hring bætti hann sig um 2 högg og kom í hús á 75 höggum.  Hann hækkaði sig því úr T-41 í T-30, þ.e. hann deilir 30. sætinu með 4 öðrum.  Alls voru þátttakendur 75 frá 13 háskólum.

Lið Belmont Abbey, háskóla Arnórs Inga deildi 5. sætinu með Clayton State University.