Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 16:15

Baksviðs á „While we´re young“

Bandaríska golfsambandið, USGA (United States Golf Association) hefir sent frá sér nokkrar auglýsingar, sem settar eru til höfuðs of hægum leik í golfíþróttinni.

Talið er að ein helsta orsök þess í dag fyrir því að fólk hætti í golfi sér hreinlega að það tekur allt of langan tíma.  Golfhringir upp á 6 tíma draga líka virkilega löngunina og skemmtunina úr golfleiknum.

USGA hefir fengið í lið með sér einhverja þekktustu kylfinga okkar tíma og má sjá myndskeiðin með Anniku Sörenstam, Arnold Palmer, Clint Eastwood og Tiger Woods hér á vefnum.

Kylfingarnir skemmtu sér vel við upptökur á auglýsingunum.

Í eftirfarandi myndskeiði er fylgst með baksviðs við tökur á auglýsingunum en auk framangreindra frægra kylfinga hafa tveir ekki síður þekktir bættst við „bleiki pardusinn“ Paula Creamer og golfgúrinn þekkti Butch Harmon.

Hér má sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: