Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2018 | 20:00

Axel úr leik

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr GK tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór á Bom Sucesso í Óbidos í Portugal.

Axel lék á samtals 13 yfir pari, 301 höggi (78 74 70 79) og var síðastur af þeim sem komust gegnum niðurskurð.

Hann er því úr leik og fer ekki á næsta stig úrtökumótsins.

Í efsta sæti í þessu úrtökumóti varð Spánverjinn Sebastian Garcia Rodriguez, en hann hafði nokkra yfirburði átti 8 högg á næsta mann, þar sem hann lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum ( 68 68 67 67).

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: