Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019 Warner Bros. Entertainment Inc.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 20:00

ALPG: Valdís Þóra komst ekki inn á mót í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók þátt í úrtökumóti fyrir ISPS Handa Women´s Australina Open, sem fram fór í The Grange golfklúbbnum, 11. febrúar sl.

Mótið var bara 1 hrings og hlutu 3 efstu þátttökurétt í mótinu.

Valdís Þóra lék á 4 yfir pari, 76 höggum og varð T-19 og komst því miður ekki inn á mótið.

Þær 3 sem voru efstar voru Esther Henseleit frá Þýskalandi, sem varð í 1. sæti á 6 undir pari, 66 höggum; Jenny Haglund frá Svíþjóð, 2. sæti en hún var á 2 undir pari, 70 höggum og rússneski kylfingurinn Nina Pegova varð í 3. sæti á 1 undir pari, 71 höggi.

Sjá má úrslitin á úrtökumótinu fyrir ISPS Handa Women´s Australian Open með því að SMELLA HÉR: 

Valdís rétt missti af því að komast inn á Vics Open í gegnum úrtökumót, en mótið fór fram sl. helgi. Valdís Þóra varð T-5 í úrtökumótinu, lék vel á 1 undir pari, 71 höggi, en þær sem komust léku 2 höggum betur en hún. Þær sem náðu inn á mótið voru: Hee Won Jung og Jin Hee Im, báðar á 69 höggum. Sjá má lokastöðuna á Vics Open úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:  

Næsta mót sem Valdís Þóra tekur þátt í er Bonville Classic Ladies, sem fram fer í Bonville, Ástralíu, 20.-23. febrúar n.k.