
Afmæliskylfingur dagsins: Veronica Zorzi – 20. október 2011
Það er ítalski kylfingurinn Veronica Zorzi, sem er afmæliskylfingur dagsins í dag. Veronica fæddist í Veróna á Ítalíu (heimabæ Matteo Manassero) 20. október 1980 og er því 31 ára í dag.
Veronica gerðist atvinnumaður í golfi 10. október 2000. Hún hefir spilað á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour) frá árinu 2001. Veronica hefir sigrað tvívegis á Evrópumótaröð kvenna, þ.e. á Vediorbis Open de France Dames árin 2005 og 2006. Besti árangur Veronicu í ár á Evrópumótaröðinni eru 5. sætin í Ladies Scottish Open og Open de España Femenino.
Árið 2006 gerði Veronica styrktarsamning við Mizuno, en hún notar kylfur frá Mizuno.
Meðal áhugamála Veronicu eru fótbolti, lestur góðra bóka, að fara í ræktina, fljótasiglingar (ens.: rafting), að fara í innkaupaferðir og í bíó.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (57 ára); Kristján Þór Kristjánsson, GK, f. 20. október 1967 (44 ára); David Lynn, 20. október 1973 (38 ára); Becky Brewerton, 20. október 1982 (29 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023