
Afmæliskylfingur dagsins: Rosie Jones – 13. nóvember 2011
Afmæliskylfingur dagsins er Rosie Jones, fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup 2011. Rosie fæddist 13. nóvember 1959 í Santa Ana í Kaliforníu og er þvi 48 ára í dag. Hún á að baki 13 sigra á LPGA og vann sér á ferli sínum inn næstum $8.4 millijóna í verðlaunafé. Á unglingsárum sínum (1974-1976) varð hún þrívegis unglingameistari í New Mexico og vann New Mexico State Championship árið 1979. Leið Rosie lá næst í Ohio State University þar sem hún spilaði með golfliði háskólans. Árið 1981 var hún AIAW All American.
Rosie komst strax í gegnum Q-school (varð í 7. sæti) árið 1982 og spilaði því alveg frá upphafi á LPGA mótaröðinni. Besti árangur Rosie á peningalista LPGA var að verða í 3. sæti, árið 1988, en hún var jöfn annarri í því afreki að eiga flesta sigrana það ár, þ.á.m. sigur á LPGA heimsmeistaramótinu, sem Rosie vann með 1 höggi á Liselotte Neumann, sem var sigurvegari Opna bandaríska kvennamótsins það ár.
Rosie var 7 sinnum í Solheim Cup liði Bandaríkjanna. Nokkuð sérstakt við Rosie er að henni tókst aldrei að vinna risamót, en hún varð 4 sinnum í 2. sæti þ.e. á Opna bandaríska kvennamótinu (US Open) árið 1984; á LPGA Championship árið 1991; á du Maurier Classic, 2000 og Kraft Nabisco Championship árið 2005.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Robert Jay Sigel, f. 13. nóvember 1943 (68 ára)
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023