Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2012 | 20:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Ólafsson – 1. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur. Ragnar er fæddur 1. september 1956 og á því 56 ára afmæli.  Hann hefir verið liðsstjóri fjölmargra landsliða sem keppt hafa erlendis og er skemmst að minnast að hann var liðsstjóri krakkanna sem kepptu á European Young Masters í Royal Balaton í Ungverjalandi.

F.v.: Egill Ragnar Gunnarsson, GKG; Aron Snær Júlíusson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: http://eym.hungolf.hu/photos/team_photos_2012

Sjá má nýlegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Al Geiberger “Mr. 59”, 1. september 1937 (75 ára);  Manuel Piñero Sanchez, 1. september 1952

….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is