Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Echenique – 18. október 2011

Rafael Echenique fæddist í San Luis, Argentínu 18. október 1980 og er því 31 ára í dag. Hann var efstur áhugamanna í Argentínu 1997/1998 en gerðist atvinnumaður í golfi 1999. Rafa fór 4 sinnum í gegnum Q-school til þess að hljóta kortið sitt á Evróputúrnum, en hlaut það ekki fyrr en árið 2006 eftir að hafa lent í 7. sæti á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour)

Rafa Echenique

Hann sigraði m.a. það ár í Telia Challenge í Waxholm í Svíþjóð og varð í 2. sæti á Apulia San Domenico Grand Final.  Seinna þetta ár vann hann stærsta sigur sinn á ferlinum, Opna argentínska á heimavelli. Á 1. ári sínu á Evrópumótaröðinni varð Rafa í 2. sæti á TCL Classic og hann rétt náði að halda kortinu fyrir næsta keppnistímabil. Árið 2008 varð Rafa T-4 á Celtic Manor Wales Open og varð í 7. sæti í Omega European Masters ásamt því að hann varð oft meðal topp-20, þannig að hann var í þægilegri stöðu í 90. sætinu á Order of Merit (115 efstu halda kortinu sínu á Evrópumótaröðinni).

Rafa varð í 2. sæti í Llao Llao holukeppninni árið 2000 og á Argentine PGA Championship árið 2004.  Besta árangri sínum á Evrópumótaröðinni náði Rafa árið 2009 þegar hann varð í 2. sæti á BMW International Open á eftir Nick Dougherty.  Á síðasta degi náði Rafa hring upp á -10 undir pari, þ.e. upp á 62 högg, þ.á.m. fékk hann albatross á par-5 18. brautinni og setti met á Evrópumótaröðinni fyrir lægsta skor á seinni 9, þ.e. upp á 27 högg.

Rafa kvæntist eiginkonu sinn Marínu 2005 og á eina dóttur Löru, f. 2000.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stephen Douglas Allan, f.18. október 1973  (38 ára).