Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Echenique – 18. október 2011
Rafael Echenique fæddist í San Luis, Argentínu 18. október 1980 og er því 31 ára í dag. Hann var efstur áhugamanna í Argentínu 1997/1998 en gerðist atvinnumaður í golfi 1999. Rafa fór 4 sinnum í gegnum Q-school til þess að hljóta kortið sitt á Evróputúrnum, en hlaut það ekki fyrr en árið 2006 eftir að hafa lent í 7. sæti á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour)
Hann sigraði m.a. það ár í Telia Challenge í Waxholm í Svíþjóð og varð í 2. sæti á Apulia San Domenico Grand Final. Seinna þetta ár vann hann stærsta sigur sinn á ferlinum, Opna argentínska á heimavelli. Á 1. ári sínu á Evrópumótaröðinni varð Rafa í 2. sæti á TCL Classic og hann rétt náði að halda kortinu fyrir næsta keppnistímabil. Árið 2008 varð Rafa T-4 á Celtic Manor Wales Open og varð í 7. sæti í Omega European Masters ásamt því að hann varð oft meðal topp-20, þannig að hann var í þægilegri stöðu í 90. sætinu á Order of Merit (115 efstu halda kortinu sínu á Evrópumótaröðinni).
Rafa varð í 2. sæti í Llao Llao holukeppninni árið 2000 og á Argentine PGA Championship árið 2004. Besta árangri sínum á Evrópumótaröðinni náði Rafa árið 2009 þegar hann varð í 2. sæti á BMW International Open á eftir Nick Dougherty. Á síðasta degi náði Rafa hring upp á -10 undir pari, þ.e. upp á 62 högg, þ.á.m. fékk hann albatross á par-5 18. brautinni og setti met á Evrópumótaröðinni fyrir lægsta skor á seinni 9, þ.e. upp á 27 högg.
Rafa kvæntist eiginkonu sinn Marínu 2005 og á eina dóttur Löru, f. 2000.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stephen Douglas Allan, f.18. október 1973 (38 ára).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024