Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2011 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Louis Oosthuizen – 19. október 2011

Það er Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen sem er afmæliskylfingur dagsins. Louis fæddist 19. október 1982 í Mossel Bay Suður-Afríku og er því  29 ára í dag. Færri vita fullt nafn Louis en það er Lodewicus Theodorus Oosthuizen og svo er uppnefni hans „Shrek”, sem kylfubera hans finnst óviðunandi en Louis hlær að.

Louis gerðist atvinnumaður 2002 og hefir á ferli sínum unnið 8 sinnum, 1 sinni á PGA, 3 sinnum á Evróputúrnum og 6 sinnum á Sólskinstúrnum suður-afríska (tvö mótanna, sem Oosthuizen sigraði á voru sameiginleg mót Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins). Þekktastur er Louis fyrir að sigra Opna breska í fyrra 2010.

Louis er kvæntur Nel Mare og saman eiga þau dótturina Jönu.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ari Már Torfason, GKG, 19. október 1955 (56 ára);  Hjörtur Sigurðsson, GA, 19. október 1956 (55 ára);  Dawn Coe-Jones, 19. október 1960 (51 árs);  Brian H Henninger, 19. október 1963 (48 ára); Jamie Donaldson, 19. október 1975 (36 ára); Gaukur Kormáks; 19. október

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is