Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2014 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kathryn Marshall Imrie – 8. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er skoski kylfingurinn Kathryn Christine Marshall, sem tók upp ættarnafnið Imrie þegar hún gifti sig. Hún er fædd 8. júní 1967 og á því 47 ára afmæli í dag. Kathryn átti mjög farsælan áhugamannsferil; árin 1981 og 1985  var hún skoskur skólameistari (ens.: Scottish Schools’ champion); árin 1983-85 var hún skoskur unglingameistari (ens.: Scottish Youth’s champion) og árið 1983 var hún skoskur unglingameistari í holukeppni og meistari í höggleik (ens.: the Scottish Junior Open Strokeplay Champio) árin 1985, 1986 og 1987. Kathryn var hluti af Curtis Cup liðinu 1990. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með the University of Arizona, þar sem hún var All-American, 1989.

Kathryn gerðist atvinnumaður í golfi 1990. Hún spilaði á Evrópumótaröð kvenna í 18 ár eða frá 1991- 2008 og á LPGA frá 1993 til 2006 eða í 14 ár. Á LPGA á hún að baki 1 sigur á Jamie Farr Toledo Classic, 1995. Loks var Marshall-Imrie í Solheim Cup liði Evrópu árið 1996.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  John Restino, f. 8. júní 1963 (51 árs); Susan Smith, f. 8. júní 1963 (51 árs)

…. og ….

 

Dagbjört Rós (33 ára)
Galvanic Spa (26 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is