
Afmæliskylfingur dagsins: John Francis Pott – 6. nóvember 2011
John Francis Pott fæddist 6. nóvember 1935 í Cape Girardeau, Missouri og er því 76 ára í dag. Hann ólst upp í Mississippi þar sem hann lærði að spila golf á golfvellinum þar sem pabbi hans var golfkennari. Hann spilaði með Louisiana State University í bandaríska háskólagolfinu og var í Tigers-liðinu þegar skólinn vann NCAA Championship árið 1955.
Pott gerðist atvinnumaður í golfi 1956. Hann sigraði 5 sinnum á PGA túrnum í kringum 1960. Hann var þrívegis í Ryder Cup liði Bandaríkjanna, 1963, 1965 og 1967, þó að hann meiddist í baki 1965 og gat lítið spilað.
Þegar leið að lokum daga hans á túrnum fékkst Pott við golfvallarhönnun og var í golfþjónustuiðnaðinum ásamt fyrrum félögum sínum á túrnum Ernie Vossler og Joe Walser Jr. Pott hafði yfirumsjón með hönnunar- byggingar- og framkvæmdadeild Landmark Golf Management.
Árið 2008 tilkynntu Langtry Farms að þeir hefðu skipað Pott sem forstjóra Golf Operations (þ.e. yfirmann framkvæmdadeildar). Helsta verkefni Pott er að bera ábyrgð á byggingu keppnisgolfvallar Langtry og klúbbhúsi í Lake County, Kaliforníu.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Mark Hume McCormack, f. 6. nóvember 1930 – d. 16. maí 2003; Halldór Bragason, f. 6. nóvember 1956 (55 ára); Pétur Aron Sigurðsson, GL, f. 6. nóvember 1994 (17 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open