Ingvar Hreinsson, GKS – Til hamingju með afmælið!
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: J.C. Snead og Ingvar Hreinsson, GKS – 14. október 2011

Annar afmæliskylfinga dagsins er Ingvar Hreinsson, í Golfklúbbi Siglufjarðar. Ingvar er fæddur 14. október 1961 og á því 50 ára stórafmæli í dag.

Ingvar Hreinsson, GKS - Til hamingju með afmælið!

Golf 1 óskar Ingvari innilega til hamingju með merkisafmælið!

Hinn afmæliskylfingurinn  er Jesse Carlyle „J.C.“ Snead, sem fæddist  í Hot Springs, Virginíu, 14. október 1940 og er því 71 árs í dag.  J.C. er frændi hins fræga Sam Snead.

J.C var í hinum fræga East Tennessee State University í Johnson City, Tennessee og var þar félagi í Sigma Phi Epsilon. Hann spilaði sem atvinnumaður hafnarbolta fyrir Washington Senators áður en hann gerðist atvinnukylfingar 1964.  Hann komst á PGA túrinn 1968.

Alls sigraði J.C. Snead 8 sinnum á PGA Tour, 4 sinnum á Champions Tour og eins á 1 alþjóðlegu móti Hann var í Ryder Cup liði Bandaríkjanna 1971, 1973 og 1975.

Mestu vonbrigði J.C. Snead er að hafa aldrei sigrað á risamóti, en besti árangur hans þar er 2. sætið á Masters 1973 og síðan líka T-2 árangur á Opna bandaríska 1978.

Hvað sem öðru líður þá var J.C með stöðugustu kylfingum á PGA og vann sér inn $ 7 milljónir á ferli sínum.

Afmæliskylfingurinn okkar nýtur þess að fara á veiðar og dunda sér á búgarðinum sínum. Hann á 1 son, Jason, sem fæddur er 1978. Sem stendur býr J.C í Hobe Sound í Flórída.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Beth Daníel, f. 14. október 1956 (55 ára).