Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ármann Pétursson og Sandra Gal—9. maí 2020

Það eru Guðmundur Ármann Pétursson og W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal, sem eru afmæliskylfingar dagsins.

Guðmundur Ármann er fæddur 9. maí 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan

Guðmundur Ármann – Innilega til hamingju með árin 50!

Sandra er fædd 9. maí 1985 og á því 35 ára afmæli í dag! Foreldrar Söndru heita Jan og Alexandra Gal og er hún einkabarn þeirra. Sandra er mjög listhneigð og fæst við að mála myndir í frítíma sínum. Hún var við nám í University of Florida 2005-2007 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með skólaliðinu The Florida Gators.

Kylfingurinn Sandra Gal

Sandra hefir 1 sinni sigrað á LPGA og finnst mörgum orðið tímabært að hún bæti öðrum sigri við, en hún hefir verið að standa sig mjög vel á mótum á 2015- 2018 tímabilunum og var m.a. í Solheim Cup liði Evrópu árið 2015.

Eini sigur Söndru Gal á LPGA kom 27. mars 2011 á Kia Classic.

Það sem er skemmtilegt er að Söndru og Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur, virðist vera vel til vina en Sandra hefir m.a. komið til Íslands.

Vinkonurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sandra Gal – fremstu kylfingar Íslands annars vegar og Þýskalands hins vegar – Þær kunna líka að skemmta sér

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Harry Vardon, (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937); Betty Jameson, (9. maí 1919 – 7. febrúar 2009) (Hún var einn af stofnendum LPGA); Sam Adams 9. maí 1946 (74 ára); John Mahaffey 9. maí 1948 (72 ára); Ásta Jóna Skúladóttir, GK, 9. maí 1959 (61 árs); Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir, 9. maí 1972 (48 ára; ); Paul Maddy, 9. maí 1981 (39 ára); Tvisturinn Vestmannaeyjum, 9. maí 1988 (32 ára ); Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, 9. maí 1989 (31 árs); Andri Jón Sigurbjörnsson, 9. maí 1989 (31 árs) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is