Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB). Björg á afmæli 29. maí 1965 og er því 55 ára í dag. Björg er fyrrverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar (2014) og einnig klúbbmeistari klúbbsins 2011. Auk þess hefir hún oftar en ekki hlotið sleggjuverðlaunin í kvennamótum og stendur sig yfirleitt vel eða sigrar í opnum mótum. T.a.m. sigraði Björg í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu. Björg er í fimm orðum sagt: frábær kylfingur og góður félagi.

Björg Traustadóttir (tv.), GFB ásamt Indíönu, GHD (t.h:) á góðri stund. Mynd: Í einkaeigu

Björg er gift og á 3 börn og 1 barnabarn. Sjá má viðtal Gofl 1 við afmæliskylfinginn og klúbbmeistara Ólafsfjarðar (Björgu) með því að SMELLA HÉR:

Komast má af facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér:

Björg Traustadóttir, klúbbmeistari kvenna í GÓ 2014.. Mynd: Í eigu Bjargar

Björg Trausta (55 ára– Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard C. Metz (29. maí 1908 – 5. maí 1993); Patrick Joseph Skerritt, f. 29. maí 1926 – d. 21. nóvember 2001; Ólöf Björk Björnsdóttir, 29. maí 1946 (74 ára), Guðfinna Sigurþórsdóttir, 29. maí 1946 (móðir Karenar Sævars og Sigurþórs Sævarssonar – Fyrsti golfmeistari Íslands í kvennaflokki, 1967. Eina konan í hópi stofnenda GS, 1964); Helix Lee, 29. maí 1987 (33 ára); Eyþór Ingi Gunnlaugsson, 29. maí 1989 (31 árs); Noh Seung-yul, 29. maí 1991 (29 ára) og Heather Cox … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is