Afmæliskylfingur dagsins: Barbara Romack – 16. nóvember 2011
Barbara Gaile Romack fæddist 16. nóvember 1932 í Sacramento, Kaliforníu og er því 79 ára í dag.
Hún sigraði North and South Women´s Amateur mótið í Pinehurst 1952, Canadian Women´s Amateur 1953 og árið 1954 vann hún sjálfa Mickey Wright í US Women´s Amateur. Í kjölfarið var henni m.a. boðið í Hvíta húsið og hún og Bandaríkjaforsetinn Dwight Eisenhower urðu góðir vinir.
Árið 1955 varð Romack í 2. sæti á eftir Jessie Valentine í British Ladies Amateur, en mótið fór fram í Royal Portrush golfklúbbnum á Norður-Íralndi. Vegna afreka hennar þar var hún á forsíðu Sports Illustrated 16. apríl 1956. Í maí 1957 giftist hún Edward Wayne „Bud“ Porter, aðstoðargolfkennara á golfvelli hennar heima í Sacramento.
Romack varð í 2. sæti á eftir Anne Quast í US Women´s Amateur árið 1958. Eins var Barbara Romack í Curtis Cup liði Bandaríkjanna 1954, 1956 og 1958. Romack komst á LPGA 1958. en vann aðeins 1 mót Rock City Ladies Open, árið 1963. Hún hefir unnið á öldungamótaröðinni og hefir spilað golf allt sitt líf og spilar enn. Romack starfaði fyrir USGA sem sjálfboðaliði og á einum tímapunkti var hún varaforseti LPGA.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Betty Hicks, 16. nóvember 1920 (91 árs); Gene Littier, 16. nóvember 1930 (81 árs); Salína Helgadóttir, GR, 16. nóvember 1958; Dagbjört Kristín Bárðardóttir, f. 16. nóvember 1975 (36 ára); Orri Heimisson, 16. nóvember 1995 (16 ára); Ævarr Freyr Birgisson, GA, 16. nóvember 1996 (15 ára)
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024