Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Bóasson ——– 3. júní 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Axel Bóasson. Axel er fæddur 3. júní 1990 og á því 30 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Axel var við nám og spilaði golf með golfliði Mississippi háskóla, í Bandaríkjunum, en hann útskrifaðist vorið 2015. Hann er Íslandsmeistari í höggleik 2011 og 2018.

Axel sigraði m.a. á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar upp á Skaga 2011, 2013 og endurtók leikinn 2018 í mikið styttu móti vegna veðurs.

Hann varð stigameistari á Nordic Golf League 2017 og öðlaðist þar með keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér:

Axel Bóasson (30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! )

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hale Irwin, 3. júní 1945 (75 ára MERKISAFMÆLI!!!); Á Grænni Grein , 3. júní 1953 (67 ára); Baldvin K Baldvinsson, GO, 3. júní 1967 (53 ára); Ásgeir Ingvarsson, GKG, 3. júní 1977 (43 ára); Elísa Rún Gunnlaugsdóttir, 3. júní 1997 (23 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is