Afmæliskylfingur dagsins, Anna Einarsdóttir, GA. Til hamingju með daginn!
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2011 | 12:30

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Einarsdóttir – 30. september 2011

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Einarsdóttir, GA, en hún fæddist á Akureyri 30. september 1964 og ólst upp á Eyrinni.  Anna byrjaði í golfi fyrir 5 árum síðan, vegna þess að henni var gefið golfsett í jólagjöf. Hún er, og hefir allt frá upphafi verið, í Golfklúbbi Akureyrar.

Anna er gift Arinbirni Kúld og á 3 börn og 1 barnabarn. Hún spilar mikið golf ásamt eiginmanni og yngsta syni sínum og segir samveruna við fjölskylduna vera það besta við golfið þ.e. að allir geti verið fleiri, fleiri tíma úti saman á sumrin í skemmtilegum leik.

Yngsti sonur Önnu er Akureyrarmeistari í golfi, Tumi Kúld og hefir Anna verið dugleg að draga fyrir soninn á mótum í sumar, en Tumi tók m.a. þátt í Arionbankamótaröð unglinga.

En afmæliskylfingurinn okkar hefir líka sjálf verið dugleg að lækka forgjöf sína og er skemmst að minnast þess að Anna var m.a. sigurvegari á Opna kvennamóti GSS í sumar, sem að þessu sinni fór fram 2. júlí á Sauðárkróki. Hlaut Anna 42 punkta og heilmikla forgjafarlækkun, en forgjöf hennar í dag er 22.

Golf 1 óskar Önnu innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.  Kim Bauer, f. 30. september 1959 (52 ára); Herdís Jónsdóttir, GR, f. 30. september 1965; Nadine Handford, f. 30. september 1967 (44 ára)