
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Einarsdóttir – 30. september 2011
Afmæliskylfingur dagsins er Anna Einarsdóttir, GA, en hún fæddist á Akureyri 30. september 1964 og ólst upp á Eyrinni. Anna byrjaði í golfi fyrir 5 árum síðan, vegna þess að henni var gefið golfsett í jólagjöf. Hún er, og hefir allt frá upphafi verið, í Golfklúbbi Akureyrar.
Anna er gift Arinbirni Kúld og á 3 börn og 1 barnabarn. Hún spilar mikið golf ásamt eiginmanni og yngsta syni sínum og segir samveruna við fjölskylduna vera það besta við golfið þ.e. að allir geti verið fleiri, fleiri tíma úti saman á sumrin í skemmtilegum leik.
Yngsti sonur Önnu er Akureyrarmeistari í golfi, Tumi Kúld og hefir Anna verið dugleg að draga fyrir soninn á mótum í sumar, en Tumi tók m.a. þátt í Arionbankamótaröð unglinga.
En afmæliskylfingurinn okkar hefir líka sjálf verið dugleg að lækka forgjöf sína og er skemmst að minnast þess að Anna var m.a. sigurvegari á Opna kvennamóti GSS í sumar, sem að þessu sinni fór fram 2. júlí á Sauðárkróki. Hlaut Anna 42 punkta og heilmikla forgjafarlækkun, en forgjöf hennar í dag er 22.
Golf 1 óskar Önnu innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Kim Bauer, f. 30. september 1959 (52 ára); Herdís Jónsdóttir, GR, f. 30. september 1965; Nadine Handford, f. 30. september 1967 (44 ára)
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi