Afmæliskylfingur dagsins: Sergio Garcia – 9. janúar 2012
Það er Sergio Garcia sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 9. janúar 1980, í Borriol, Castellón, Spáni, og er því 32 ára í dag.
Sergio byrjaði að spila golf þriggja ára og var kennt af föður sínum, Victor.
Á árunum 2000-2009 var hann í meira en 300 vikur á topp 10 á heimslistanum; hæst komst hann í 2. sætið, í nóvember 2008, þegar hann sigraði á HSBC Champions.
Sergio gerðist atvinnumaður árið 1999 eftir að hafa verið á lægsta skori áhugamanna, sem þátt tóku á Masters það ár.
Á ferli sínum hefir hann bæði spilað á Evróputúrnum og PGA. Hann hefir 22 sinnum sigrað sem atvinnumaður í golfi; 10 sinnum á Evróputúrnum, 7 sinnum á PGA og 5 sinnum á öðrum mótum.
Sergio Garcia hefir aldrei tekist að sigra í risamótum; besti árangur hans þar er T-4 á Masters, árið 2004; T-3 á Opna bandaríska, árið 2005; 2. sæti á Opna breska, árið 2007 og 2. sæti og T-2 í PGA Championship 1999 og 2008.
Sergio er piparsveinn, sem keyrir um á Ferrari 360 Modena og Jaguar XJR. Meðal frægari kærasta hans eru Martina Hingis og dóttir Greg Norman; Morgan-Leigh Norman. Hann og sú síðarnefnda hafa verið sundur og saman nokkur ár, en haustið 2010 var Sergio með ungri konu, sem bar sama eftirnafn og hann. Núverandi kæresta hans er Nicole Horrex (sjá mynd hér að neðan af þeim skötuhjúum).
Meðal bestu vina Sergio í golfinu er Camilo Villegas, til annarra vina hans telja fótboltastjarnan frá Uruguay, Diego Forlán og tennisleikarinn heimsþekkti, Rafael Nadal.
Sergio er þekktur fyrir mikinn tilfinningahita á golfvellinum og lætur kylfur og annað sem fyrir verður kenna á því, þegar illa gengur; en svona er nú bara suðrænt lunderni hans.
Það er vonandi að með hækkandi aldri nái að hann að hafa betur hemil á tilfinningum sínum!!!
Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:
Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Grein greinarhöfundar um Sergio Garcia birtist áður á iGolf 9. janúar 2011 – en birtist hér uppfærð og að nokkru breytt.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024