Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 19. janúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson, GKG.  Hann fæddist 19. janúar 1997 og er því 15 ára í dag. Elías Björgvin sigraði m.a. í golfmóti ULM í flokki 11-13 ára stráka á Unglingalandsmóti UMFÍ, fyrir 2 árum, 2010. Hann stóð sig líka vel í ýmsum opnum mótum það ár á móti sér mun eldri mönnum, náði t.a.m. 5. sætinu á HK Open, en spilað var í Leirdalnum. S.l. sumar stóð Elías Björgvin sig m.a. vel í Unglingamótaröð GKG.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið í dag!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Mary Mills 19. janúar 1940 (72 ára);  Adele Peterson, 19. janúar 1963 (49 ára);  Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (37 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is