Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2011 | 13:00

Afmæliskylfingar dagsins: Nína Björk Geirsdóttir og Sunna Víðisdóttir

Það eru tveir geysigóðir kylfingar, sem eiga sama afmælisdag þ.e. í dag 4. október: Nína Björk Geirsdóttir, GKJ og Sunna Víðisdóttir, GR.

Nína Björk Geirsdóttir, GKJ, fæddist 4. október 1983 og er því 28 ára í dag. Nína varð m.a. klúbbmeistari GKJ í kvennaflokkki á árunum 1998-1999, 2001-2002, 2009 og 2011. Hún varð Íslandsmeistari stúlkna (16-18 ára) 2001, og Íslandsmeistari með GKJ í sveitakeppni 1998 og 2001. Nína var í sveit Íslands á EM stúlknalandsliða 2000, NM (stúlkna) 2001, EM kvennalandsliða og sveit GKJ á EM klúbbliða 2001. Eins keppti Nína á EM kvenna 2002. Nína var kjörin kvenkylfingur ársins af GSÍ 2006. Og þá er örugglegt ýmsu sleppt hér, sem efni væri í lengri grein.

Nína Björk er lögfræðingur og starfar hjá Umboðsmanni skuldara.  Hún er gift Pétri Óskari Sigurðssyni og á 1 barn.

Sunna Víðisdóttir

Sunna Víðisdóttir

Sunna Víðisdóttir, GR, fæddist í Reykjavík 4. október 1994 og er því 17 ára í dag.  Hún er efnilegasti kylfingur Íslands 2011. Sunna er í Verzlunarskólanum og býr í Grafarvoginum með foreldrum sínum og 8 ára bróður. Hún segir að um 90% af tíma sínum fari í golf. Af afrekum Sunnu í golfinu í ár mætti geta að hún vann 6. mót Eimskipsmótaraðarinnar, Chevroletmótið á Urriðavelli, hún fékk albatross á 4. braut í Grafarholtinu á Íslandsmóti unglinga í höggleik og svo er hún Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 með sveit GR.  Það varð til að hún tók þátt í European Ladies Club Trophy í Korfu á Grikklandi fyrir skemmstu og stóð sig best í liði GR.

Golf 1 óskar Nínu Björk og Sunnu innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Bryant, f. 4. október 1943 (68 ára); Sherri Turner, f.  4.október 1956 (55 ára) Patti Berendt, f. 4. október 1963 (48 ára); Kolbrún Ólafsdóttir, GKG, f. 4. október 1962; Lucas Parsons, f. 4. október 1969 (42 ára) og  Gary Boyd, f.  4. október 1986 (25 ára).