Hvaleyrin er uppáhaldsgolfvölllur Ellerts. Hér frá 9. flöt. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2011 | 07:00

GK: Aðalfundur haldinn 6. desember n.k.

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis er auglýstur aðalfundur klúbbsins. Þar segir:

„Þá er komið að aðalfundi golfklúbbsins Keilis enn hann á að halda þriðjudaginn 6. desember kl 19:30 n.k í Golfskála Keilis. Fyrir utan hefðbundna dagskrá […] þá verða niðurstöður úr viðhorfskönnun Keilis kynntar og stefnumótunarvinnu stjórnar Keilis til næstu ára.

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á árinu.

3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.

4. Stjórnarkosning.

5. Kosning endurskoðanda.

6. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að.

7. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

8. Önnur mál.

Stjórn Golfklúbbsins Keilis.“