Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2012 | 06:30

Ernie Els: „Þetta er bara geggjað, geggjað, geggjað…“

Ernie Els fannst sem eitthvað sérstakt myndi gerast á þessu Opna breska og það gerðist. Allt vegna þess að Adam Scott brotnaði niður, eitthvað sem enginn hefði áður getað ímyndað sér að gæti gerst.  Hann átti bara eftir að spila 4 holur – eftir 8 holur í röð á ekki verra skori en pari – en þá fékk Scott skolla á allar sem eftir voru (4) og varð að halda aftur af tárum þegar stærð hrunsins varð honum meðvitað.

Els sem hóf lokahringinn 6 höggum á eftir Scott, lauk gallalausum seinni 9 með 5 metra pútti fyrir 2 undir pari, 68 höggum og það leit út eins og hann myndi hala inn öðru 2. sæti á  Royal Lytham & St. Annes. Í staðinn sigraði hann í 2. sinn á Opna breska – hinn sigur hans var fyrir 10 árum í Muirfield – og 4. risamótssigur á stað í ferli hans þegar virtist, sem allt besta golfið væri að baki honum.

„Ótrúlegt,“ sagði Els. „Ég er enn dofinn. Þetta er ekki búið að rjátlast inn. Það mun líklega taka nokuð marga daga vegna þess að ég hef ekki verið í þessari stöðu í 10 ár, augljóslega. Það er bara geggjað, geggjað, geggjað að komast hingað.“

Fagnaðarlætin voru dempuð ólíkt því þegar hann vann hina 3 risamótstitla sína.

„Í fyrsta lagi þá finn ég til með Adam Scott. Hann er góður vinur minn,“ sagði Els. „Augljóslega, langaði okkur báðum mikið að sigra. En vitið þið,  þetta er eðli skepnunnar. Það er þess vegna sem við erum hér. Maður vinnur og tapar. Það var komið að mér (að sigra) af einhverri ástæðu.“

Vindurinn kom loks af írska hafinu og feykti inn í mótið  heilmikilli óreiðu – andlegri hjá Tiger sem fékk skramba á 6. holu, Brandt Snedeker týndi bolta og kom sér þar með úr úrslitakeppninni og toppað högg lét fyrrum sigurvegara Opna bandaríska, Graeme McDowell líta út eins og áhugamann.

En ekkert var skrítnara en það sem kom fyrir Scott.

Hann komst ekki upp úr sandglompu á 15. braut. Með fleygjárnið sitt í höndinni var hann 10 metrum of langur og missti 1 meters par pútt á 16. Af braut á 17. sló hann aðhögg sitt í þykkan kargan vinstra megin við flötina. Og á lokaholunni sló hann með 3-tré í djúpa glompu.

Hann átti enn möguleika á bráðabana þegar hann sló bolta sinn 2 metra frá pinna…. en par-pútt hans var aldrei ofan í. Hakan á Adam titraði svo ískyggilega að það leit út eins og hann færi að gráta á greeninu. Hann náði tökum á sjálfum sér og yfir varir hans komst aðeins eitt orð: „Vá!“

„Ég hafði það í höndum mér þegar 4 holur  voru eftir,“ sagði Scott. „Mér tókst að slá slæm högg á öllum af 4 lokaholunum. Sjáið til, ég lék svo fallega mestalla vikuna. Ég ætti ekki að láta þetta draga mig niður.“

En hvað sem öðru líður, þá bættist hér með við annar kafli í sögu ástralskra vonbrigða, sem átrúnaðargoð hans, Greg Norman á met í.

Scott er 4. Ástralinn frá Masters 2007, sem spilar á lokahring risamóts, en Ástralir hafa ekki sigrað á risamóti frá því Geoff Ogilvy sigraði á Opna bandaríska 2006 í Winged Foot.

„Greg var hetjan mín þegar ég var krakki og mér finnst hann vera góð fyrirmynd, hvernig að bar sig jafnt í sigrum sem ósigrum,“ sagði Scott. „Hann setti góð fordæmi. Þetta er erfitt. Ég get ekki réttlætt neitt af því sem ég gerði. Ég lauk mótinu ekki vel í dag.“

„En næst — og ég er viss um að það verður eitthvert næsta sinnið, mun ég standa mig betur.“

Ernie Els er þegar í frægðarhöll kylfinga… en hann komst enn í sögubækurnar vegna þess að hann er aðeins einn af 6 kylfingum í sögunni til þess að sigra Opna bandaríska og Opna breska tvívegis. Hinir eru  Jack Nicklaus, Woods, Walter Hagen, Bobby Jones og Lee Trevino.  [….]

Jafnvel við verðlaunaafhendinguna, þegar hann lyfti Claret Jug í 2. sinn, var hugurinn strax hjá Scott.

„Fyrirgefðu,“ sagði hann og leit á Ástralann 32 ára, en síðasti skolli hans fór með skorið í 75. „Þú ert frábær leikmaður, og mikill vinur minn. Mér finnst ég svo heppinn. Þú átt eftir að vinna marga svona.“

Það tók Adam Scott 10 ár að komast í þessa aðstöðu og lét sér hana úr greipum renna. Þetta er e.t.v. mest sjokkerandi atvikið á Opna breska frá því  Jean Van de Velde fékk þrefaldan skolla á lokaholunni í Carnoustie og tapaði í bráðabana. En þetta var öðruvísi, þetta var ekki tap á síðustu mínútunni heldur blæddi Adam Scott hægt og rólega út, líkt og þegar Jason Dufner tapaði fyrir Keegan Bradley eftir að vera búinn að vera með 5 högga forystu á PGA Championship á síðasta ári eða þegar Ed Sneed fékk skolla á síðustu 3 holunum á the Masters 1979.

„Ég veit að ég lét stórkostlegt tækifæri renna mér úr greipum í dag,“ sagði Scott (í gær). […] (En hann gerir líklega best í því að fara að ráðum Ernie Els) ….

„Ekki fara illa með sjálfan þig!“