
Paul Casey verður frá keppni í 2 mánuði vegna meiðsla í snjóbrettaslysi
Eftir að hafa átt við meiðsli að stríða í rifbeinum og tá síðastliðin 2 keppnistímabil, þá hlakkaði Englendingnum Paul Casey loks til þess að hefja keppni frískur 2012.
En af keppni verður víst ekkert á næstunni, þar sem Casey sneri sig úr axlarlið í snjóbrettaslysi. Skv. frétt AP mun Casey missa af keppni fyrstu 2 mánuði ársins 2012.
Þ.a.l. verður Casey ekki með í keppnum Evrópumótaraðarinnar í Miðausturlöndum – þ.á.m. Abu Dhabi Golf Championship þar sem hann er tvöfaldur meistari. Einnig er vafi um hvort hann taki þátt í World Golf Championships-Accenture Match Play Championship – þar sem Casey hefir tvívegis orðið í 2. sæti á s.l. 3 árum. Mótið fer fram síðustu vikuna í febrúar.
Casey lauk 2011 keppnistímabilinu sterkt þegar hann varð tvívegis meðal 10 efstu af síðustu 3 mótum sem hann tók þátt í, á PGA mótaröðinni, jafnframt því sem hann varð í 3. sæti á Chevron World Challenge. Hann vann tvisvar í Volvo Golf Champions á Evrópumótaröðinni og á Shinhan Donghae Open í Kóreu.
Snjóbrettaslysið og axlarmeiðslin gætu sett strik í reikninginn með að Casey hljóti sæti í Ryder Cup, sem fram fer nú á árinu í september í Medinah Country Club. Casey var meðal 10 efstu á heimslistanum fyrir 2 árum en hlaut ekki náð fyrir augum Monty í Ryder bikarnum 2010, þegar hann náði ekki að komast sjálfkrafa í liðið.
Heimild: PGA Tour
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster