Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2011 | 11:00
10 atriði sem þú vissir ekki um Kiradech Aphibarnrat
Hinn þéttvaxni og gífurlega hæfileikaríki thaílenski kylfingur Kiradech Aphibarnrat elskar að spila golf og heillar áhorfendur með kraftmiklum og högglöngum leik sínum. Eftir fyrsta sigur sinn á Asíutúrnum á SAIL Open á Indlandi hefir Aphibarnrat verið dóminerandi á þeim túr. Blaðafulltrúi Asíutúrsins tók viðtal við Kiradech og lagði fyrir hann spurningar um 10 atriði sem við hefðum ekki vitað um ef ekki hefði verið spurt. Hér er spurningar blaðafulltrúans og svör Kiradech Aphibarnrat:
Hver er uppáhaldskylfan í pokanum? Nýi pútterinn minn, en ég skipti um pútter eftir Maybank Malaysian Open. Ég er að sökkva mun fleiri púttum núna.
Hver var fyrirmyndin þín í golfinu þegar þú varst lítill?
Lee Westwood. Hann er hvatning vegna þess að ferill hans byrjaði rólega og nú er hann nr. 2 í heiminum.
Á hvernig bíl ertu í Thailandi og hver er draumabíllinn?
Ég keyri um á Mercedes en draumabíllinn minn er Ferrari. Mér líkar við hraðskreiða bíla.
Ef þú værir ekki atvinnukylfingur hvað værir þú þá?
Pabbi á fyrirtæki sem selur ís. Ég myndi vera þar að vinna með honum.
Hvaða lög ertu með á iPod-inum þínum?
Mestmegnis R&B lög. Ég á mér ekki uppáhaldssöngvara en mér líkar við ritmann í R&B.
Hver er uppáhaldsherbergisfélaginn á túrnum og af hverju?
Prom Meesawat vegna þess að við lærðum saman og unnum með sama þjálfaranum. Við höfum verið vinir lengi.
Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að spila golf?
Kappakstur var mikið áhugamál en ég hætti fyrir nokkru vegna þess að ég vil ekki meiðast og gefa feril minn í golfinu á bátinn.
Núna er ég bara með vinum mínum.
Hvað gerir þú þegar þú þarft að róa þig þegar þú ert að keppa til úrslita á lokahring?
Það eru engin leyndarmál í þessu sambandi. Þetta kemur bara með reynslu. Ég var að keppa til úrslita svo oft á Asíutúrnum og svo vann ég loks á SAIL Open
Átt þú þér rútínu fyrir hringi?
Ég verð að borða hrísgrjón!
Hvað myndir þú gera ef þú ættir US$10 milljónir í bankanum?
Ég myndi kaupa stórt hús fyrir fjölskylduna og gefa til góðgerðarmála.
Heimild: Asíutúrinn
|
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024